1.2.2011 | 14:56
Adam átti syni sjö
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2010 | 17:02
Gleðileg jól
,,Ég hélt að ég væri fátækur af því að átti enga skó. En svo sá ég fólk sem ekki hafði fætur..."
Gleðileg jól lesendur olaftho.blog.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2010 | 12:17
Stærsta hópverkefni Íslandssögunnar
Sæl öll,
Kosningar til stjórnlagaþings eru í dag. Stjórnlagaþingið er stærsta hópverkefni Íslandssögunnar. Öll höfum við tekið þátt í hópverkefnum. Fyrirfram þá veit maður ekki hvað kemur út úr slíkri vinnu þar sem í upphafi ekkert hefur verið gert. Autt blað. Meðlimir hópsins hafa mismunandi væntingar og ólíka sýn á verkið. Það getur verið mikill kostur ef að vel tekst til því að þannig fá ólíkar skoðanir að koma fram og allt er rætt. Engin þöggun í gangi. Aftur á móti getur slíkt valdið togstreitu þar sem hver og einn vill að sýn leið verði farin. Þá reynir virkilega á samskiptin í hópnum um að finna ásættanlega lendingu.
Stærsta hópverkefni sem að ég hef tekið þátt í var að móta viðskiptaáætlun, meta arðsemi og framtíðarsýn Green Diamond skónna. Rannsóknir hafa leitt í ljós að Green Diamond sóli gefur 2-3 sinnum meira grip en hefðbundinn gúmmísóli. Green Diamond er íslensk uppfinning og byggir á svipaðri tækni og er notuð við framleiðslu harðkornadekkja. Það hópverkefni tók yfir hundruði klukkustunda hjá hópnum. Hópurinn var vel samstilltur og tilbúinn að víkka sjóndeildarhringinn. Enda ekki á hverjum degi sem að slík byltingarkennd hugmynd er rædd. Afraksturinn hefur heldur betur skilað sér. Í dag er Green Diamond vel þekkt vörumerki og meðal annars eru Cintamani gönguskórnir sem þekktir eru fyrir meira grip en hefðbundnir gönguskór með Green Diamond sóla.
Vegferðin hefst í dag. Hópverkefnið er hafið. Blaðið er autt. Vonum að eitthvað gott komi út úr þessu. Tíminn einn mun leiða það í ljós.
Ólafur Þórisson 27.nóvember 2010
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2010 | 09:21
Kvennafrí = fyllerí
Mánudagur. 25.október. 14:25. Vinna lögð niður hjá konum. Strunsað niðrí bæ. Samstaða sýnd með 50.000 konum (hver taldi þetta?)
Seinna sama dag. Strætó. Leið 1. Ég geng inn í vagninn. Megn vínlykt var um allt. Konur sýndu aftur samstöðu um að bera ábyrgð á þessari lykt. Kvennafríið var bara afsökun fyrir áfengisneyslu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2010 | 14:40
Óskar eftir stuðningi
Einn greiði.
Styðjið fjarskyldan frænda minn á stjórnlagaþing.
Ég man ekki hvað hann heitir.
Ég man bara að hann berst fyrir persónukjöri og mannréttindum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2010 | 14:32
Skuldir sveitarfélaga
Í ljósi þeirra breytinga sem hafa orðið í íslensku efnahagslífi á síðustu mánuðum þá eru sveitarfélög landsins mjög skuldsett. Garðabær stendur sig betur en flest önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að ráðdeild í rekstri.
Aftur á móti eru menn sammála um það að öll þjónusta í Garðabæ er mjög takmörkuð. Ég tek dæmi. Margir af mínum bestu vinum búa í Garðabæ. Þeir nýta sér ekki einu sundlaug bæjarins (Hefur þú farið í sund í Garðabæ?) heldur fara þeir í sund í nærliggjandi sveitarfélögum á borð við Álftanes, Reykavík eða Kópavog. Það eru fáar verslanir í Garðabæ. Til dæmis er ekki lágvöruverðsverslun í Garðabæ (ég tel ekki Kauptún með). Ekki það að velmegun sé mæld með fjölda lágvöruverðsverslana í grenndinni.
Ég er einungis að benda á þetta. Aftur á móti er margt mjög jákvætt í Garðabæ. Í Garðabæ er einn fjölbrautarskóli, eitt íþróttalið og einn pizzastaður, Pizzan. Ekki það að velmegun sé mæld með hveiti. Ég er einungis að benda á þetta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2010 | 14:12
Ástarbréf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2010 | 17:31
Umsókn um nafnbreytingu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2010 | 09:30
Hvern er verið að plata með þessu?
Stefnan skiptir máli - ekki einstaklingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2010 | 16:34
Ísbúðarlánasjóður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar