Verðlagsbrenglun ÁTVR

Almenna reglan í viðskiptum er að því meira sem að þú kaupir þeim mun ódýrari ættir þú að fá hverja einingu fyrir sig. Ástæðan fyrir þessu er lögmálið um minnkandi jaðarnotagildi. Lögmálið um minnkandi jaðarnotagildi segir að ein eining af vöru til viðbótar eykur vissulega við notagildið en sú aukning verður minni og minni þegar einingunum fjölgar. Við sjáum óskýra mynd, smellið á myndina til að sjá hana betur:

Jaðarnotagildi

Þessi neysluhneigð á við í flestum neysluvörum. Þ.e.a.s. aukning í notagildi verður minni og minni þegar að einingum fjölgar. Þetta á við okkur. Fyrsta pizzusneiðin er mikilvægust. Næsta er mikilvæg en notagildisaukningin verður minni og minni eftir því sem að sneiðunum fjölgar.

Þess vegna bjóða stórfyrirtæki upp á magntilboð. 2 fyrir 1 af pizzum er gott dæmi. Tvennutilboð. Sama á við um skuldbindingu á líkamsræktarkorti. Árstilboð á kortum, þar sem verð per mánuð er mun lægra en ef maður ætlar að fá sér mánaðar- eða 3ja mánaða kort.

Hins vegar gildir þetta lögmál ekki hjá ÁTVR. Ríkið selur áfengi. Þar gilda önnur lögmál. Ég tek tvö dæmi en gæti tekið fleiri, ég bendi áhugasömum á að gera það með því að skoða heimasíðuna.

1)  Heineken er vinsæll bjór í ÁTVR. Hann er til í ýmsum útgáfum. 500 ml dós á 325 kr (Lítraverð 650 kr), 330 ml dós á 260 kr (Lítraverð 788 kr) og 330 ml gler á 270 kr (Lítraverð 818 kr). Enn sem komið er heldur lögmálið okkar góða um minnkandi jaðarnotagildi, þar sem lítraverðið er ódýrast fyrir stærstu eininguna (500 ml). En Heineken er einnig til í 5 lítar kút á 4790 kr (Lítraverð 958 kr!). Til þess að lögmálið haldi þá ætti Heineken 5L kútur að kosta minna en 3250 kr. En svo er alls ekki.

2) Næsta dæmi er Viking Lager. 500 ml dós kostar 238 kr (Lítraverð 476 kr). Einnig er hægt að kaupa 30 lítra kút á 17794 kr (Lítraverð 593 kr!). Hinn hugsandi neytandi myndi ekki borga meira en 30*476 kr = 14280 krónur fyrir kútinn. Í öllu falli minna en sú upphæð vegna minnkandi jaðarnotagildis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott stöff Óli. Fáránlegt!

Keðjan (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 13:06

2 identicon

Haha, mjög góðar pælingar!

Árni Theodór Long (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 16:15

3 identicon

Bein ahrif einokunar og sidlausrar markadssetningar, sem skilar ser tho.. enda enginn ad keppa vid og thessar tilteknu vorur vinsaelar.

Thad sem Vinbudunum (isl. rikinu) hefur tekist, osjalfratt, er ad koma theirri hugmynd i hofud folks ad thad se of eftirsott ad neyta afengis til ad verdid skipti miklu mali. Malid med kutana er tho ad their eru eflaust serhannadir, t.e.a.s. eru ekki i sama formi og sama vara i minna magni. Samt sem adur of mikill munur.

Tho ber ad athuga ad flest vimuefni hafa ad minu mati annad jadarnotagildi heldur en adrar neysluvorur, sokum ahrifanna sem thau valda. Thetta sest best a thvi ad einingaverdid a bjor er thad sama hvort sem keypt er eitt stk. eda  500stk eda 1000stk. (nema samid se vid verslunarstjora - ja thad er haegt, hef unnid i vinbud). En thad er alveg sama hvert jadarnotagildid er ef markadurinn er frjals, thvi tha hefurdu samkeppni og verdid MUN laekka eftir thvi sem meira magn er keypt. Vinbudirnar eru thvi i raun ad misnota ser jadarnotagildi afengis, thvi folk vill alltaf meira, og tharf thvi ad borga meira... eda kannski eru their bara ad reyna ad styra drykkjunni?? En af hverju eru their tha ad auglysa? Vegna thess ad.... thetta er FUCKED UP.

KD (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 16:53

4 identicon

Haha, besta komment sem ég hef séð lengi!

Árni Theodór Long (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband