Íslandsbankaleiðin

Íslandsbanki kynnti sínar leiðir til aðstoðar skuldsettum heimilum í gær. Íslandsbanki ætlar að bjóða upp á þetta úrræði bæði fyrir íbúðarlán og bílalán. Boðið verður upp á 25% niðurfellingu á erlendu lánunum en 10% niðurfelllingu á verðtryggðu íslensku lánunum. Boðið verður upp á skuldbreytingu yfir í íslensk óverðtryggð krónulán á 7,5% vöxtum (sem að telst ekki mikið, lægstu verðtryggðu vextirnir eru 4,15% á íbúðarlánum bankanna og sambærileg kjör í NBI eru 9,5% heimild) (Þetta er efni í aðra grein, þessi 2% vaxtamunur hjá Landsbanka og Íslandsbanka, 7,5% vs. 9,5%.). 

Ríkisstjórnin hefur nú komið fram og boðið upp á greiðslujöfnun allra lána þ.e. að greiðslubyrði lána verði miðuð við maí 2008. Fréttastofa Stöðvar 2 tók sig til í gær og bar saman úrræði stjórnarinnar og úrræði Íslandsbanka. Við sjáum óskýra mynd, smellið á myndina til að sjá þetta skýrar: (heimild fréttatími stöðvar 2 í gær, 28.september 2009)

breyting 

Í öllum tilvikum kemur leið Íslandsbanka betur út en leið stjórnarinnar fyrir lántakandann. Bæði greiðslubyrði og eftirstöðvar láns eru lægri í tilviki lántakanda hjá Íslandsbanka. NBI hf. (Landsbankinn) og Nýi Kaupþing bjóða ekki upp á þessar leiðir. Hvað þá aðrir lánveitendur á borð við Íbúðalánasjóð, sparisjóði eða lífeyrissjóði.

Þarna er komin upp sú staða sem að menn óttuðust hvað mest eftir hrun bankanna. Það skiptir máli hvort að viðkomandi var með lánið hjá þessari en ekki hinni ríkisstofnuninni. 3.apríl síðastliðinn var undirritað samkomulag um beitingu greiðsluerfiðleikaúrræða sem að átti að koma í veg fyrir þetta. Nú er boltinn hjá stjórnvöldum til að tryggja að þetta samkomulag haldi og sömu lausnir gildi fyrir alla lántakendur. Sjáum hvað setur. Kóngur vill sigla, en byr mun reyndar ráða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband