Færsluflokkur: Bloggar
30.9.2009 | 11:00
Verðlagsbrenglun ÁTVR
Almenna reglan í viðskiptum er að því meira sem að þú kaupir þeim mun ódýrari ættir þú að fá hverja einingu fyrir sig. Ástæðan fyrir þessu er lögmálið um minnkandi jaðarnotagildi. Lögmálið um minnkandi jaðarnotagildi segir að ein eining af vöru til viðbótar eykur vissulega við notagildið en sú aukning verður minni og minni þegar einingunum fjölgar. Við sjáum óskýra mynd, smellið á myndina til að sjá hana betur:
Þessi neysluhneigð á við í flestum neysluvörum. Þ.e.a.s. aukning í notagildi verður minni og minni þegar að einingum fjölgar. Þetta á við okkur. Fyrsta pizzusneiðin er mikilvægust. Næsta er mikilvæg en notagildisaukningin verður minni og minni eftir því sem að sneiðunum fjölgar.
Þess vegna bjóða stórfyrirtæki upp á magntilboð. 2 fyrir 1 af pizzum er gott dæmi. Tvennutilboð. Sama á við um skuldbindingu á líkamsræktarkorti. Árstilboð á kortum, þar sem verð per mánuð er mun lægra en ef maður ætlar að fá sér mánaðar- eða 3ja mánaða kort.
Hins vegar gildir þetta lögmál ekki hjá ÁTVR. Ríkið selur áfengi. Þar gilda önnur lögmál. Ég tek tvö dæmi en gæti tekið fleiri, ég bendi áhugasömum á að gera það með því að skoða heimasíðuna.
1) Heineken er vinsæll bjór í ÁTVR. Hann er til í ýmsum útgáfum. 500 ml dós á 325 kr (Lítraverð 650 kr), 330 ml dós á 260 kr (Lítraverð 788 kr) og 330 ml gler á 270 kr (Lítraverð 818 kr). Enn sem komið er heldur lögmálið okkar góða um minnkandi jaðarnotagildi, þar sem lítraverðið er ódýrast fyrir stærstu eininguna (500 ml). En Heineken er einnig til í 5 lítar kút á 4790 kr (Lítraverð 958 kr!). Til þess að lögmálið haldi þá ætti Heineken 5L kútur að kosta minna en 3250 kr. En svo er alls ekki.
2) Næsta dæmi er Viking Lager. 500 ml dós kostar 238 kr (Lítraverð 476 kr). Einnig er hægt að kaupa 30 lítra kút á 17794 kr (Lítraverð 593 kr!). Hinn hugsandi neytandi myndi ekki borga meira en 30*476 kr = 14280 krónur fyrir kútinn. Í öllu falli minna en sú upphæð vegna minnkandi jaðarnotagildis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.9.2009 | 15:52
Íslandsbankaleiðin
Íslandsbanki kynnti sínar leiðir til aðstoðar skuldsettum heimilum í gær. Íslandsbanki ætlar að bjóða upp á þetta úrræði bæði fyrir íbúðarlán og bílalán. Boðið verður upp á 25% niðurfellingu á erlendu lánunum en 10% niðurfelllingu á verðtryggðu íslensku lánunum. Boðið verður upp á skuldbreytingu yfir í íslensk óverðtryggð krónulán á 7,5% vöxtum (sem að telst ekki mikið, lægstu verðtryggðu vextirnir eru 4,15% á íbúðarlánum bankanna og sambærileg kjör í NBI eru 9,5% heimild) (Þetta er efni í aðra grein, þessi 2% vaxtamunur hjá Landsbanka og Íslandsbanka, 7,5% vs. 9,5%.).
Ríkisstjórnin hefur nú komið fram og boðið upp á greiðslujöfnun allra lána þ.e. að greiðslubyrði lána verði miðuð við maí 2008. Fréttastofa Stöðvar 2 tók sig til í gær og bar saman úrræði stjórnarinnar og úrræði Íslandsbanka. Við sjáum óskýra mynd, smellið á myndina til að sjá þetta skýrar: (heimild fréttatími stöðvar 2 í gær, 28.september 2009)
Í öllum tilvikum kemur leið Íslandsbanka betur út en leið stjórnarinnar fyrir lántakandann. Bæði greiðslubyrði og eftirstöðvar láns eru lægri í tilviki lántakanda hjá Íslandsbanka. NBI hf. (Landsbankinn) og Nýi Kaupþing bjóða ekki upp á þessar leiðir. Hvað þá aðrir lánveitendur á borð við Íbúðalánasjóð, sparisjóði eða lífeyrissjóði.
Þarna er komin upp sú staða sem að menn óttuðust hvað mest eftir hrun bankanna. Það skiptir máli hvort að viðkomandi var með lánið hjá þessari en ekki hinni ríkisstofnuninni. 3.apríl síðastliðinn var undirritað samkomulag um beitingu greiðsluerfiðleikaúrræða sem að átti að koma í veg fyrir þetta. Nú er boltinn hjá stjórnvöldum til að tryggja að þetta samkomulag haldi og sömu lausnir gildi fyrir alla lántakendur. Sjáum hvað setur. Kóngur vill sigla, en byr mun reyndar ráða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2009 | 13:46
Áhrif Davíðs á fréttaflutning mbl.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2009 | 19:18
Íhugun
Eftir tíðindi dagsins íhuga ég stöðu mína sem moggabloggari í þessu sem að þið kallið samfélag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2009 | 00:15
Bara ef allir væru jafn hressir og Barði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2009 | 15:48
Frétt vikunnar
Í tilefni af frétt þessarar viku, þá er ég með tónbrot sem að vert er að hlýða á. Hlustið hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2009 | 14:15
Hljómsveitin Depeche Mode sem hét áður Mode Depeche og þar áður deMode
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar