Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Fálkaorða

Það vakti mikla athygli í vikunni þegar dr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Kjartani Sveinssyni hljómborðsleikara Sigur Rósar fálkaorðuna. Sigur Rós er hljómsveit fjögurra manna og því undarlegt að hann einn sé valinn úr hljómsveitinni.

Smá sagnfræði. Hljómsveitin Sigur Rós var stofnuð í ágúst árið 1994 af Jónsa, Gogga og Ágústi. 4 árum síðar kom Kjartan inn í bandið. Árið 2002 kom svo Orri trommari inn í bandið í staðinn fyrir Ágúst.

Það sem Kjartan hefur fram yfir aðra meðlimi er að vera eini maðurinn í bandinu sem að hefur lokið tónlistarnámi og það að vera barnabarn Sveins Björnsson, fyrsta forseta lýðveldisins.

Þetta tvennt kann doktor Ólafur Ragnar Grímsson vel við. Hann kann að meta formlega skólagöngu og arfleið.  


BMI

Af hverju er BMI stuðullinn ekki reiknaður við fæðingu einstaklinga?

Þyngd

Hæð

BMI 

 


Hvar eru allir 2000 kallarnir?

Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er laust fé í umferð rúmir 15 milljarðar króna. Heimild: http://sedlabanki.is/?PageID=116

Þar af eru 445 milljónir króna í 2000 króna seðlum. Það gera 227.500 slíkir seðlar.

Nú hef ég ekki séð 2000 króna seðli í mörg ár. Hvar eru þessir 227.500 seðlar? Hver er að safna þessum seðlum? Er það veðurklúbburinn á Dalvík?


Hjarðhegðun

Ég er ekki vanur að vera með neinn hroka eða yfirgang. En munurinn á hagfræði og verkfræði er sá að hagfræði er flókin en verkfræði ekki. Við sjáum myndband frá opnun Millenium Bridge í London frá árinu 2000:
 

 
Ef að verkfræðingar hefðu kynnst innri áhættu (e. endogenous risk) sem skapast inni í kerfinu þegar menn breyta hegðun sinni vegna þess að einhverjir aðrir breyta hegðun sinni og á endanum eru allir farnir að hreyfast í takt og víbringurinn magnast í brúnni.
 
Endogenous risk refers to the risk from shocks that are generated and amplified
within the system. It stands in contrast to exogenous risk, which refers
to shocks that arrive from outside the system. Financial markets are subject
to both types of risk. However, the greatest damage is done from risk of the
endogenous kind. This is our central thesis. We will substantiate our claim
by reference to three episodes - the stock market crash of 1987, the LTCM
crisis of 1998, and the collapse of the dollar against the yen in October 1998.
 
Heimild og nánari lestur: http://hyunsongshin.org/www/risk1.pdf 
 
Í þessu myndbandi sést vel hjarðhegðun fólksins, það stíga allir í takt sem að ýkir sveiflurnar ekki ólíkt sveiflum á fjármálamörkuðum.


EM spá

Króatar munu vinna Hollendinga í úrslitaleik.

Verðbólgan grasserar

Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 12,3% síðustu 12 mánuði og á sama tíma hafa laun hækkað um 7,1% samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands. Fyrirtækin í landinu hafa þurft að berjast við hækkandi kostnað og reynt í flestum tilvikum að velta sem minnst af hækkandi kostnaði yfir á neytendur.

Hamborgarabúlla Tómasar er ágætur skyndibitastaður hér í bæ. Hann er meðal annars á Geirsgötu og Bíldshöfða hér í bænum en auk þess er hann m.a. í Hafnarfirði. Nema hvað.

Skyndilegar hækkanir á tilboði dagsins á búllunni hafi vakið athygli. Nú í vikunni hækkaði tilboðið úr 1090 krónum en tilboðið var áður 970 krónur. Slík vikuhækkun er 12,37% (munum að vísitala neysluverðs hefur hækkað um 12,3% síðustu 12 mánuði) og jafngildir sú hækkun 43657,8% á ársgrundvelli.

Einhverjir myndu telja þetta afar mikið og er nú þegar farið að bera á nafninu Zinbabwe-búlla.


ÍNN sinnir öryggishlutverki sínu

Hvar voruð þið lesendur staddir klukkan 15:43 þann 29.maí árið 2008? 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband