Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Verður Man U - Barcelona í opinni dagskrá?

Einhver sem getur staðfest það....

Þreifingar

Myndun nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna er á lokastigi þessa daganna og má búst við að þeim þreifingum verði lokið um helgina. Hins vegar hafa viðræður flokkanna ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vinstri grænir gáfu eftir í Evrópumálunum gegn því að Samfylking myndi skilja eftir stóriðjustefnu fyrri ríkisstjórnar í hugmyndafræðilegu þrotabúi hennar.

Hins vegar eru flokkarnir ekki sammála um hvort lágvöruverslunin Krónan eigi að halda nafninu sínu fari svo að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði borin upp fyrir þjóðina og samþykki hún hana. Ef það verður að veruleika þá vilja Samfylkingarmenn ganga í það að nafninu verði breytt í Evran en Vinstri grænir segi það ekki koma til greina. Nóg sé komið af valdaafsali til Brussel og því vilja þeir halda í heitið Krónan á versluninni.    

 


Flytjendur » Depeche Mode » Sounds Of The Universe

Ný plata og túrinn hófst í kvöld í Lúxemburg. Nánar hér fyrir þá sem að hafa áhuga á DM, http://www.depechemode.com/tour.html.  


7 rétt af 8 - NBA veislan heldur áfram

Já, ég minni á spá mína fyrir fyrstu umferð... nánar hér.

Yes sir, sæll, kallinn bara með 7 rétta af 8. Einungis Miami sem að komst ekki áfram. Hins vegar fór sú sería í 7 leiki eins og ég spáði.

Næsta umferð:

Houston - LA Lakers , Lakers áfram í 6 leikjum

Denver - Dallas, Denver áfram í 7 leikjum

Cleveland - Atlanta, Cleveland áfram í 5 leikjum

Orlando - Boston, Boston áfram í 6 leikjum 

Boston - Chicago serían var svo algjört rugl. Serían fór í tæpa 8 leiki, þar sem 7 framlengingar voru auk 7 leikja. Rifjum upp 6.leikinn, þann 3-framlengda...


1. maí - Svínaflensan er ekki nein fuglaflensa

Og auk þess er flensan ekki neitt tengd svínum. Mönnum er því óhætt að halda áfram að grilla svínakjöt. Jafnvel þó sé frá Mexíkó. Mmmmm. Mexíkóst (hóst) svínakjöt.

Það breytir því ekki að öll apótek eru full af fólki sem kaupir sér grímur til að skella á andlitið. Það breytir heldur ekki því að ekki hefur verið sannað að þessar grímur komi af einhverju gagni.

Allt þetta röfl og þras í mér breytir heldur ekki því að í ár eru 10 ár síðan hin frábæra skífa Ideal Crash kom út með hljómsveitinni dEUS. Hlýðum á lagið Instant Street af henni...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband