Orkusetur

Eyðslueinkunn bifreiða

Þetta er stórkostleg síða fyrir neytendur. Bensínverð hérna er 2-3 falt en gengur og gerist annars staðar í veröldinni. Þessi vegna er óhætt að mæla með þessari síðu.

T.d. er Toyota Prius góður kostur fyrir þá sem að hugsa rökrétt um eyðslu og neyslu sína. Menn geta sett þetta upp í excel.

Hvað keyrir þú marga kílómetra á mánuði ?

Hvað sparar þú mikið með að kaupa þér Prius ?

Þetta er bara no brainer ef að menn keyra meira en 20 þúsund kílómetra á ári. Ekki spurning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Bensínverð hérna er 2-3 falt en gengur og gerist annars staðar í veröldinni"

-Það þýðir ekki að slengja svona fullyrðingu fram og halda að allir kokgleypi. Þú verður að vitna í heimildir.

Skv. http://uk.theoildrum.com/uploads/465/cv_europe_fuel_price.gif virðist bensínverð á íslandi frekar tilsvarandi við önnur evrópuríki.

 En ábendingin er þörf. Áfram sparneytni.

Trausti Þorgeirsson (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 17:32

2 identicon

Varðandi no-brainerinn, þá er málið aðeins flóknara en svo í mínum huga. Nú veit ég ekki hvernig bíll Toyota Prius en geri ráð fyrir að hann sé nýr þar sem ég hef ekki heyrt af honum áður. Hann kostar því væntanlega einhverja summu og eins og flestir vita þá eru afföll af bílum gífurleg. Þannig að í raun væri best að kaupa sér eins ódýran bíl og hægt væri (minni heildar-afföll) sem kæmist sem lengst fyrir sem minnstan pening. En svo þegar þú ert kannski sestur inni í 88 módel af Diahatsu Charade þá ertu e.t.v. tilbúinn að borga aukalega fyrir að komast á "þægilegri" máta þessa 20þús kílómetra vegalengd. Eru þessar tölur ekki annars allar miðaðar við "blandaðan innanbæjarakstur"?, því ég er nokkuð viss um að t.d. bíll eins og Audi A8 sé frekar sparneytinn miðað við 240km/klst.

Biggington (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 08:37

3 identicon

Annars hefur mér hingað til reynst ómögulegt að fylla á bíllinn fyrir meira en 2þús krónur, það er bara ekki hægt.

Biggington (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 08:39

4 identicon

Allir Prius bílar sem ég hef séð kosta yfir 2,5 milljónir - kannski að þetta sé kaldhæðni hjá Ólafi, nema að menn missi öll tengsl við raunveruleikann þegar þeir fara að vinna í banka?

Stiftamtmaðurinn (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 06:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband