GGE, REI og OR

Sveitarfélög í útrás. Reykjavík ætlar að leggja undir sig Kína.

Í reykherbergjum er ákveðið að steypa saman tveimur orkuútrásarfyrirtækjum í eitt, REI Reykjavík Energy Invest og GGE Geysir Green Energy. Stærsti eigandinn í orkuútrásarfyrirtækinu er Orkuveita Reykjavíkur. Aðrir stórir eigendur eru m.a. FL Group, Atorka Group, Glitnir og Goldman Sachs + Ólafur Jóhann Sigurðsson og Bjarni Ármannsson.

Haukur Leósson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, sem kynnti samruna félaganna segir að lagðar hafi verið til hliðar 130 milljónir sem starfsmönnum Orkuveitunnar og REI bjóðist að kaupa í REI á genginu 1,3. (Hver ákvað að gengið væri 1,3? Forsendur? Heimild?)  Hlutur hvers og eins getur verið frá 100 og upp í 300 þúsund að nafnverði. 

Auk þessa fá 10 aðrir lykilstarfsmenn í REI að kaupa fyrir 10 milljónir hver.

Áætlað er að skrá félagið á opinberan markað eftir 2 ár og verður fróðlegt að fylgjast með þessu fyrirtæki fram að þeim tíma. Hvaða gengi ætli almenningi bjóðist að kaupa á eftir 2 ár?

To be continued....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband