VAKNING : Stormur gekk yfir höfuðborgarsvæðið í nótt

Óveðrið gekk yfir Suður- og Vesturland í nótt. Vindhraðinn undir Hafnarfjalli fór upp í 64 metra á sekúndu. 12 vindstigin gömlu (fárviðri) eru 33 m/s, þannig að ljóst er að óveðrið var gríðarlegt. Enginn er þó aukafréttatími á Rúv, og ljóst er að enn einu sinni hefur Rúv brugðist öryggishlutverki sínu.    

Þess í stað þarf maður að lesa um mikið tjón í Hafnarfirði, á Suðurnesjum foknar þakplötur og baráttu upp á líf og dauða í Borgarnesi.  

Búist er við stormi norðautan og austantil í dag og fram á morgun. Veðurstofan gerir ráð fyrir að stormi á föstudag, þannig að núna er lognið á undan storminum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband