Fuglaflensa og óðaverðbólga

Eitt sinn þótti það vera stöðutákn að eiga 2 bíla. En nú eru aðrir tímar. Samkvæmt neysluútgjaldakönnun Hagstofunnar voru voru fleiri en einn bíll á þriðja hverju heimili.

Andrúmsloftið í þjóðfélaginu nú minnir á þegar að fuglaflensutalið fór á sem mest flug. Menn eiga að birgja sig upp á dósamat vegna þess að minnsti fljótandi gjaldmiðill í heimi hefur veikst um rúm 30% frá áramótum. Því eru tveggja stafa verðbólgutölur handan við hornið.

Allar forsíður dagblaðanna eru um krónuna eða verðbólguna. Þeir sem að hafa tekið lán í erlendri mynt munu finna fyrir því um næstu mánaðarmót. Um síðustu áramót voru gengisbundnar skuldir heimilanna tæpir 140 milljarðar íslenskra króna. Eftir gengisfall krónunnar þá er hægt að smyrja 42 milljörðum (30% ofan á þessar 140) á reikning heimilanna. Ég er hræddur að Joe six pack þurfi að fara draga saman seglin. Mun hann gera það? Eða mun hann bæta í yfirdráttinn?

Þessir 140 plús 42 milljarðar eru að mestu hluta í bílum á götunni. 3/4 hlutar þessara lána eru í bílum, það er varla til sá bíll sem að er ekki í jenum eða frönkum hérna. Restin af þessum skuldum eða 1/4 er í erlendum húsnæðilánum. Greiðslubyrði þessara lána hefur vaxið hraðar en bestu stokkarnir síðustu 2 vikur. 100 kallinn verður að 130 kalli um næstu mánaðarmót.

Við hin sem að ekki skuldum í erlendri mynt fáum þessa gengislækkun á endanum, kannski eftir 2-4 mánuði rúllar þetta í verðlagið.

Jæja, hver ætlar að flýja land? Er lífið ekki yndislegt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit það fyrir víst að ég ætla að berja þetta af mér og halda þetta út. Ég vitna bara í hinn eina sanna söng Liverpool manna: "At the end of a storm is a golden sky." Farinn að hlakka til sunnudagsins.

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband