Hagfræði 101

Förum yfir eitt sjokkið (af mörgum, tökum kannski fleiri dæmi síðar) sem að hefur skollið á í hagkerfinu.

Hækkun á heimsmarkaðsverði á olíu. Hvað gerist?

Skoðum samband raunlauna (W/P) þ.e Nafnlaun í krónum (W) deilt með verðlagi (P)) og atvinnuleysis.

Fyrirtæki setja verð (þar sem fákeppnis samkeppni er á þessum markaði) P=W(1+álag) og umritun gefur W/P = 1/(1+álag) og þegar að heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað þá þarf álagið að hækka því lækka raunlaunin. Við sjáum mynd þar sem W/P línan hliðrast niður vegna þess að álagið er hækkað:

Image21 

Á Y-ás eru raunlaun og á X-ás er atvinnuleysi. Við þennan framboðskell með hækkandi verðlagi á Íslandi þyrftu vörubílstjórar að hækka sína álagningu og þjónustu.

Í stað þess að gera það veldur hækkun olíuverðs því að almenningur kemst ekki í flug eða er tepptur í umferð til vinnu. Forsetisráðherra er lokaður inni í kompu eða Möllerinn kemst ekki út úr húsi.

Af hverju hækka vörubílstjórar þá ekki sín verð frekar en að vera með mótmæli?

Kannski eru þeir hræddir um að missa viðskipti. Ef til vill fara menn þá að leitast við að flytja vöru með skipum þess í stað ef vörubílstjórar hækka sína þjónustu mikið. Það verður vonandi til þess að slit á vegum verður minna vegna þessara þungaflutninga. Þar með minnka útgjöld ríkisins til þessara mála og hægt verður að nota peningana í eitthvað annað en að laga vegi eftir þessa trukka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband