Þreifingar

Myndun nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna er á lokastigi þessa daganna og má búst við að þeim þreifingum verði lokið um helgina. Hins vegar hafa viðræður flokkanna ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vinstri grænir gáfu eftir í Evrópumálunum gegn því að Samfylking myndi skilja eftir stóriðjustefnu fyrri ríkisstjórnar í hugmyndafræðilegu þrotabúi hennar.

Hins vegar eru flokkarnir ekki sammála um hvort lágvöruverslunin Krónan eigi að halda nafninu sínu fari svo að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði borin upp fyrir þjóðina og samþykki hún hana. Ef það verður að veruleika þá vilja Samfylkingarmenn ganga í það að nafninu verði breytt í Evran en Vinstri grænir segi það ekki koma til greina. Nóg sé komið af valdaafsali til Brussel og því vilja þeir halda í heitið Krónan á versluninni.    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband