Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Kvennafrí = fyllerí

Mánudagur. 25.október. 14:25. Vinna lögð niður hjá konum. Strunsað niðrí bæ. Samstaða sýnd með 50.000 konum (hver taldi þetta?)

Seinna sama dag. Strætó. Leið 1. Ég geng inn í vagninn. Megn vínlykt var um allt. Konur sýndu aftur samstöðu um að bera ábyrgð á þessari lykt. Kvennafríið var bara afsökun fyrir áfengisneyslu. 


Óskar eftir stuðningi

Einn greiði.

Styðjið fjarskyldan frænda minn á stjórnlagaþing.

Ég man ekki hvað hann heitir.

Ég man bara að hann berst fyrir persónukjöri og mannréttindum.


Skuldir sveitarfélaga

Í ljósi þeirra breytinga sem hafa orðið í íslensku efnahagslífi á síðustu mánuðum þá eru sveitarfélög landsins mjög skuldsett. Garðabær stendur sig betur en flest önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að ráðdeild í rekstri.

Aftur á móti eru menn sammála um það að öll þjónusta í Garðabæ er mjög takmörkuð. Ég tek dæmi. Margir af mínum bestu vinum búa í Garðabæ. Þeir nýta sér ekki einu sundlaug bæjarins (Hefur þú farið í sund í Garðabæ?) heldur fara þeir í sund í nærliggjandi sveitarfélögum á borð við Álftanes, Reykavík eða Kópavog. Það eru fáar verslanir í Garðabæ. Til dæmis er ekki lágvöruverðsverslun í Garðabæ (ég tel ekki Kauptún með). Ekki það að velmegun sé mæld með fjölda lágvöruverðsverslana í grenndinni. 

Ég er einungis að benda á þetta. Aftur á móti er margt mjög jákvætt í Garðabæ. Í Garðabæ er einn fjölbrautarskóli, eitt íþróttalið og einn pizzastaður, Pizzan. Ekki það að velmegun sé mæld með hveiti. Ég er einungis að benda á þetta.  


Ástarbréf

Þrátt fyrir mikla umhyggju þá fær venjulegt fólk ekki lán út á ástarbréf. Algengast er að beðið sé um tryggingar við slíkar lántökur í formi veðs eða ábyrgðarmanns/manna.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband