Færsluflokkur: Bloggar

Verður Man U - Barcelona í opinni dagskrá?

Einhver sem getur staðfest það....

Þreifingar

Myndun nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna er á lokastigi þessa daganna og má búst við að þeim þreifingum verði lokið um helgina. Hins vegar hafa viðræður flokkanna ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vinstri grænir gáfu eftir í Evrópumálunum gegn því að Samfylking myndi skilja eftir stóriðjustefnu fyrri ríkisstjórnar í hugmyndafræðilegu þrotabúi hennar.

Hins vegar eru flokkarnir ekki sammála um hvort lágvöruverslunin Krónan eigi að halda nafninu sínu fari svo að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði borin upp fyrir þjóðina og samþykki hún hana. Ef það verður að veruleika þá vilja Samfylkingarmenn ganga í það að nafninu verði breytt í Evran en Vinstri grænir segi það ekki koma til greina. Nóg sé komið af valdaafsali til Brussel og því vilja þeir halda í heitið Krónan á versluninni.    

 


Flytjendur » Depeche Mode » Sounds Of The Universe

Ný plata og túrinn hófst í kvöld í Lúxemburg. Nánar hér fyrir þá sem að hafa áhuga á DM, http://www.depechemode.com/tour.html.  


7 rétt af 8 - NBA veislan heldur áfram

Já, ég minni á spá mína fyrir fyrstu umferð... nánar hér.

Yes sir, sæll, kallinn bara með 7 rétta af 8. Einungis Miami sem að komst ekki áfram. Hins vegar fór sú sería í 7 leiki eins og ég spáði.

Næsta umferð:

Houston - LA Lakers , Lakers áfram í 6 leikjum

Denver - Dallas, Denver áfram í 7 leikjum

Cleveland - Atlanta, Cleveland áfram í 5 leikjum

Orlando - Boston, Boston áfram í 6 leikjum 

Boston - Chicago serían var svo algjört rugl. Serían fór í tæpa 8 leiki, þar sem 7 framlengingar voru auk 7 leikja. Rifjum upp 6.leikinn, þann 3-framlengda...


1. maí - Svínaflensan er ekki nein fuglaflensa

Og auk þess er flensan ekki neitt tengd svínum. Mönnum er því óhætt að halda áfram að grilla svínakjöt. Jafnvel þó sé frá Mexíkó. Mmmmm. Mexíkóst (hóst) svínakjöt.

Það breytir því ekki að öll apótek eru full af fólki sem kaupir sér grímur til að skella á andlitið. Það breytir heldur ekki því að ekki hefur verið sannað að þessar grímur komi af einhverju gagni.

Allt þetta röfl og þras í mér breytir heldur ekki því að í ár eru 10 ár síðan hin frábæra skífa Ideal Crash kom út með hljómsveitinni dEUS. Hlýðum á lagið Instant Street af henni...


25.apríl - Kosningadagur

Í dag er 25.apríl. Í dag verður kosið til Alþingis. Í dag verður kosið um Evrópumál.
Þegar við Íslendingar gengum í EES árið 1994 þá innleiddum við 2/3 hluta löggjafar Evrópusambandsins. Samt erum við ekki í Evrópusambandinu en hins vegar er hávær krafa í samfélaginu um að við eigum að sækja um aðild að ESB.
Þessu má líkja við menntaskólaball. Við Íslendingar erum með í fyrirpartíinu en við erum hins vegar ekki með miða á ballið sjálft. Með því að fara inn í ESB, þá færum við á ballið.
Aftur á móti getur vel verið að hljómsveitin á ballinu sé hörmuleg eða þá að slagsmál brjótist út á ballinu. Þá er mjög líklegt að við viljum fara út af ballinu.


Höldum áfram að slá ryki í augu fólks

Já, þessi kosningabarátta er bitlaus og nánast tilgangslaust að horfa á þessa Borgarafundi á rúv.  Nú liggur það fyrir að halli ríkissjóðs verður 165 milljarðar í lok þessa árs. Það þarf því að skera niður í ríkisrekstri um 55 milljarða næstu þrjú árin. Ég hef ekki heyrt hvernig stjórnmálamenn ætla að ná því. Jú, bíddu eina tillagan sem að ég hef heyrt er að sameina Varnarmálastofnun og Landhelgisgæsluna og flytja Landhelgisgæsluna á Keflavíkurflugvöll. Nú veit ég ekki hvað það mun spara ríkissjóði mikið en efa að það sé 55 milljarða sparnaður.

Það besta var um daginn þegar að varaformaður VG sagðist ætla að skera niður með að lækka laun ríkisstarfsmanna og hækka skatta. Þar gerði hún heiðarlega tilraun til að segja sannleikann og kom það manni því mikið á óvart að heyra stjórnmálamann segja sannleikann. Enda er hún ung og óreynd í pólitík. Hlaut að vera.

Ástþór Magnússon hefur reyndar gert kosningabaráttuna skemmtilegri. Það er gaman að hlusta á hann og getur hann verið ansi beittur á köflum. Og reyndar ansi æstur líka en það fylgir. Ástþór hefur oft nefnt að við ættum að fá George Soros til að hjálpa okkur í efnahagsþrengingunum. Fréttamenn hafa aldrei spurt hann nánar út í hvernig Ástþór vildi útfæra það eða af hverju George Soros ætti að hafa áhuga á því? Kannski vita fréttamenn ekkert hver þessi George er. Hann er 79 ára ungverskur fjárfestir sem að er hvað þekktastur fyrir að hafa fellt breska pundið í einni stærstu stöðutöku fram að þeim tíma árið 1992 og hagnaðist um einn milljarð bandaríkjadala. Áhugaverður náungi, sjá meira á t.d. youtube.

Hættum nú að tala um pólitík og hlustum á alvöru takt í remix af Root down.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband