25.apríl - Kosningadagur

Í dag er 25.apríl. Í dag verður kosið til Alþingis. Í dag verður kosið um Evrópumál.
Þegar við Íslendingar gengum í EES árið 1994 þá innleiddum við 2/3 hluta löggjafar Evrópusambandsins. Samt erum við ekki í Evrópusambandinu en hins vegar er hávær krafa í samfélaginu um að við eigum að sækja um aðild að ESB.
Þessu má líkja við menntaskólaball. Við Íslendingar erum með í fyrirpartíinu en við erum hins vegar ekki með miða á ballið sjálft. Með því að fara inn í ESB, þá færum við á ballið.
Aftur á móti getur vel verið að hljómsveitin á ballinu sé hörmuleg eða þá að slagsmál brjótist út á ballinu. Þá er mjög líklegt að við viljum fara út af ballinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við höfum tekið upp 75-90% af því reglugerðaverki innri markaðarins sem snýr að Íslandi - segja sumir fræðimenn.

Þær reglugerðir sem við tökum upp ná til 20 af 33 málaflokkum sem málefnum sambandsins er skipt í, skv Baldri Þórhallssyni. Það eru 61% málaflokka ef þú villt hafa það í prósentum. Meðal þeirra efnisflokka sem útaf standa eru fiskveiðimál, landbúnaðarmál, tollamál, skattamál og utanríkismál.

Ég vona að þú treystir því að afstaða þín í málinu sé upplýst.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband