Færsluflokkur: Bloggar

Föstudagslagið

Það er No Dice. Hlustum á það hjá Gaffla http://gaffli.blogspot.com/2009/02/enginn-teningur.html 

Einu sinni á ári

Ég ætla að byrja á því að óska Stjörnumönnum til hamingju með þetta og þá sérstaklega nafna mínum og Fannari sem að stóðu sig frábærlega. En yfir í annað.  Rétt eins og jólin sem eru einu sinni á ári þá sýnir Ríkissjónvarpið körfubolta einu sinni á ári og það er bikarúrslitin.

Enda kom það vel í ljós þegar að hinn annars ágæti lýsir hjá rúv Hjörtur Júlíus áttaði sig ekki á því hvað var að gerast þegar dæmt var uppkast í síðari hálfleik en svo fékk annað liðið boltann "gefins" í kjölfarið. Svo að það sé á hreinu fyrir bikarúrslitaleikinn á næsta ári hjá rúv þá er best að skýra þetta út.

Uppkast fer aðeins fram í upphafi leiks. Tvö lið keppa A og B. Segjum sem svo að A nái boltanum eftir uppkast þá mun B fá boltann í einkasti næst þegar liðin berjast um boltann og dómarinn dæmir uppkast. Í næstu baráttu fær A boltann. Og svo koll af kolli. Liðin skiptast á að fá boltann sem sagt eftir upphafs(upp)kastið.

Að lokum: Hver var á klukkunni á rúv í leiknum? Í tómu bulli allan leikinn. Ég krefst afsagnar. 

Ingvi Hrafn sýnir rúv puttann, spurning að gera slíkt hið sama miðað við þessi slöku vinnubrögð


mbl.is Stjarnan er bikarmeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klukk

Lárus klukkaði mig. Takk fyrir það. Best að sinna sínum skyldum: 

------------------------------------------------------- 

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Flokksstjóri
Sérfræðingur
Sjóðsstjóri
Kennari

2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:
Sódóma Reykjavík
Maður eins og ég
Íslenski Draumurinn

3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Engjasel 69
Holtagerði 84
Fífusel 6

3. Einn staður sem ég myndi aldrei búa á:
101 Reykjavík

4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Stokkhólmur
Murcia
Orlando
Xania

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Klovn
Seinfeld
Næturvaktin/Dagvaktin
Arrested Development

6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:
blogjob.com
stormsker.blog.is
ruv.is
vefmidlar.visir.is

7. Fernt sem ég held upp á matarkyns:
Massman kjúklingur á Síam
Pizza Grande á Castello
íslensk kjötsúpa
graflax

8. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið:
Riddarar hringstigans
Bítlaávarpið
Englar alheimsins
Fótspor á himnum

9. Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
Murcia
Orlando
Þar sem kreppan endar
Þar sem dauðafærin byrja

10. Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Haukur, Árni, Biggi, Bjarni

----------------------------------------------------


- Ný viðtalstækni - Spyrjandinn í aðalhlutverki -

Var hann ekki kosinn sjónvarpsstjarna ársins á Eddunni?


Réttindi og skyldur - Tagg

Ég sinni mínum skyldum. Ég var taggaður af Árna Theodór Long og hér eru því 5 hlutir sem að ég er háður:

1. Blogginu hans Sverris Stormsker,  http://stormsker.blog.is/blog/stormsker/ og auðvitað útvarpsþættinum hans frábæra http://www.stormsker.net/Midjan.html

2. Internet almennt

3. Kaffi

4. Hreyfing

5. ÍNN

Ég ætla að klukka bloggaranna Bjarna Þór Pétursson og Birgi Sverrisson.


Til hvers þurfum við morgunleikfimi á Rás 1 þegar við höfum Lífsblómið?

Það er þjóðhagslega hagkvæmt að horfa á Lífsblómið. Fyrir utan hvað það hressir mann mikið í skammdeginu.

'


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband