Verðbólgan grasserar

Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 12,3% síðustu 12 mánuði og á sama tíma hafa laun hækkað um 7,1% samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands. Fyrirtækin í landinu hafa þurft að berjast við hækkandi kostnað og reynt í flestum tilvikum að velta sem minnst af hækkandi kostnaði yfir á neytendur.

Hamborgarabúlla Tómasar er ágætur skyndibitastaður hér í bæ. Hann er meðal annars á Geirsgötu og Bíldshöfða hér í bænum en auk þess er hann m.a. í Hafnarfirði. Nema hvað.

Skyndilegar hækkanir á tilboði dagsins á búllunni hafi vakið athygli. Nú í vikunni hækkaði tilboðið úr 1090 krónum en tilboðið var áður 970 krónur. Slík vikuhækkun er 12,37% (munum að vísitala neysluverðs hefur hækkað um 12,3% síðustu 12 mánuði) og jafngildir sú hækkun 43657,8% á ársgrundvelli.

Einhverjir myndu telja þetta afar mikið og er nú þegar farið að bera á nafninu Zinbabwe-búlla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband