Fálkaorða

Það vakti mikla athygli í vikunni þegar dr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Kjartani Sveinssyni hljómborðsleikara Sigur Rósar fálkaorðuna. Sigur Rós er hljómsveit fjögurra manna og því undarlegt að hann einn sé valinn úr hljómsveitinni.

Smá sagnfræði. Hljómsveitin Sigur Rós var stofnuð í ágúst árið 1994 af Jónsa, Gogga og Ágústi. 4 árum síðar kom Kjartan inn í bandið. Árið 2002 kom svo Orri trommari inn í bandið í staðinn fyrir Ágúst.

Það sem Kjartan hefur fram yfir aðra meðlimi er að vera eini maðurinn í bandinu sem að hefur lokið tónlistarnámi og það að vera barnabarn Sveins Björnsson, fyrsta forseta lýðveldisins.

Þetta tvennt kann doktor Ólafur Ragnar Grímsson vel við. Hann kann að meta formlega skólagöngu og arfleið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ólafur. Ég þekki þig ekki neitt en langar að leiðrétta þig aðeins. Þann 14. ágúst 1999 spiluðu Sigurrósarmenn hér á Vopnafirði og þá var Orri á trommunum. Með kveðju Sigríður.

Sigríður D. Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 17:25

2 identicon

slkdsfds

konrdsdsfff (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 18:24

3 identicon

Þetta er rétt hjá Sigríði held ég.

Ég held að misskilningurinn felist í því að Orri spilaði ekki á Ágætis Byrjun (1999), en tók samt við á trommunum eftir þá plötu. Fyrsta platan með Orra innanborðs var svo () (2002).

Athyglisvert með Svein Björnsson. Heimild?

Hagnaðurinn (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband