Hinir háu herrar á Alþingi

Í gær voru samþykkt lög um breytingu á barnaverndarlögum. Þar kemur meðal annars fram að :

,,Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum." 

Nú er það sem sé staðfest. Foreldrar mega ekki flengja börnin sín lengur. Ef foreldri verður uppvís af slíku á hann yfir höfði sér allt að 3 ára fangelsi.

Hvernig ætli þetta verði í raun og veru? Segjum sem svo að foreldri flengi sitt barn. Þar með fer viðkomandi foreldri í óskilorðsbundið 3ja ára fangelsi. Barnið verður sett á upptökuheimili og mun veslast þar upp eða verða að harðneskjulegum glæpamanni í framtíðinni. Er þetta það sem við viljum? Hver er vilji löggjafans í þessu máli?

Spanking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er draugur í réttarsalnum?

Trausti (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 12:06

2 Smámynd: Konráð Jónsson

Ég er mjög hlynntur þessari lagasetningu.

Konráð Jónsson, 20.4.2009 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband