Höldum áfram að slá ryki í augu fólks

Já, þessi kosningabarátta er bitlaus og nánast tilgangslaust að horfa á þessa Borgarafundi á rúv.  Nú liggur það fyrir að halli ríkissjóðs verður 165 milljarðar í lok þessa árs. Það þarf því að skera niður í ríkisrekstri um 55 milljarða næstu þrjú árin. Ég hef ekki heyrt hvernig stjórnmálamenn ætla að ná því. Jú, bíddu eina tillagan sem að ég hef heyrt er að sameina Varnarmálastofnun og Landhelgisgæsluna og flytja Landhelgisgæsluna á Keflavíkurflugvöll. Nú veit ég ekki hvað það mun spara ríkissjóði mikið en efa að það sé 55 milljarða sparnaður.

Það besta var um daginn þegar að varaformaður VG sagðist ætla að skera niður með að lækka laun ríkisstarfsmanna og hækka skatta. Þar gerði hún heiðarlega tilraun til að segja sannleikann og kom það manni því mikið á óvart að heyra stjórnmálamann segja sannleikann. Enda er hún ung og óreynd í pólitík. Hlaut að vera.

Ástþór Magnússon hefur reyndar gert kosningabaráttuna skemmtilegri. Það er gaman að hlusta á hann og getur hann verið ansi beittur á köflum. Og reyndar ansi æstur líka en það fylgir. Ástþór hefur oft nefnt að við ættum að fá George Soros til að hjálpa okkur í efnahagsþrengingunum. Fréttamenn hafa aldrei spurt hann nánar út í hvernig Ástþór vildi útfæra það eða af hverju George Soros ætti að hafa áhuga á því? Kannski vita fréttamenn ekkert hver þessi George er. Hann er 79 ára ungverskur fjárfestir sem að er hvað þekktastur fyrir að hafa fellt breska pundið í einni stærstu stöðutöku fram að þeim tíma árið 1992 og hagnaðist um einn milljarð bandaríkjadala. Áhugaverður náungi, sjá meira á t.d. youtube.

Hættum nú að tala um pólitík og hlustum á alvöru takt í remix af Root down.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband