Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Jens Lekman

Flokkur : Músík

Nafn : Jens Lekman

Vægi : Mikið, 5 stjörnur af 5 mögulegum

Heimildaskrá :

http://youtube.com/results?search_query=jens+lekman

http://www.allmusic.com/cg/amg.dll


Borgarmálin

Já borgarmálin. Allir voða heitir. Heitt í hamsi. Sumir skipta yfir í hitt liðið. Aðrir verða fúlir. Tala um aflokuð bakherbergi. Áður höfðu sömu menn talað um reykmettuð herbergi. Þessi menn eru greinilega með e-ð gamaldags viðhorf því nú í dag er flest vinnurými opin og bannað að reykja innandyra. Svona getur fortíðin setið í mönnum.

Allavega nafni minn Magnússon orðinn borgarstjóri. Ég tek hanskann upp fyrir hann í dag í þessum skrípamótmælum. Þessi mótmæli struku mér ansi öfugt. Ég fékk rosalegan aulahroll. Á meðan að flokkarnir eru svona margir (4-5) í borginni og nokkrir ansi litlir þá má búast við svona senu reglulega. Spurning hvort hann nafni minn endist lengur en 100 daga í stólnum.

Auðvitað eru tíð borgaraskipti slæm. Fimm borgarstjórara á fimm árum. En svona verður þetta þangað til annað hvort allaballinn eða íhaldið fær sterkan forystumann í borginni. Það hefur ekki verið mikið um þá í stóra húsinu á tjörninni. Það verður lítið um kláruð verkefni og framleiðni minnkar. Hagvöxtur borgarinnar minnkar og rekstrarkostnaður eykst. En mér er sama því ég er fluttur.

Góða nótt. 

  

 


Heilbrigðiskerfið er hrunið

Eins og flestir vita er íslenska heilbrigðiskerfið hrunið. Biðtími í aðgerðir eykst, mannekla er á spítölum landsins fer vaxandi og ævikvöld margra verður ekki upp á marga fiska. Þó ber að athuga að íslenska þjóðin er ung og því gæti þetta vandamál vaxið frekar en nokkuð annað.

Um daginn kom út ný mannfjöldaspá Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að fólk á eftirlaunaaldri, sem að nú er 11,5% af þjóðinni mun verða rúmlega 20 % af þjóðinni árið 2050. God save the queen !

Íslenska heilbrigðiskerfið sinnir ekki heilbrigðisþjónustu á viðunnandi hátt. Ég skora á fólk sem að er
illa á sig komið að athuga með hin Norðurlöndin og hvort að þar sé hægt að fá þá heilbrigðisþjónustu sem það þarfnast með mikið styttri biðtíma.

Ég hef bundið miklar vonir við hinn nýja heilbrigðisráðherra og vonast til að
hann láta taka á þessum málum sem fyrst á viðunnandi hátt.


Vísindavefurinn

Ég varpaði fram spurningu á vísindavefnum. Ég er búinn að fá svar, sjá hér.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband