Færsluflokkur: Bloggar
4.6.2008 | 14:06
Verðbólgan grasserar
Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 12,3% síðustu 12 mánuði og á sama tíma hafa laun hækkað um 7,1% samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands. Fyrirtækin í landinu hafa þurft að berjast við hækkandi kostnað og reynt í flestum tilvikum að velta sem minnst af hækkandi kostnaði yfir á neytendur.
Hamborgarabúlla Tómasar er ágætur skyndibitastaður hér í bæ. Hann er meðal annars á Geirsgötu og Bíldshöfða hér í bænum en auk þess er hann m.a. í Hafnarfirði. Nema hvað.
Skyndilegar hækkanir á tilboði dagsins á búllunni hafi vakið athygli. Nú í vikunni hækkaði tilboðið úr 1090 krónum en tilboðið var áður 970 krónur. Slík vikuhækkun er 12,37% (munum að vísitala neysluverðs hefur hækkað um 12,3% síðustu 12 mánuði) og jafngildir sú hækkun 43657,8% á ársgrundvelli.
Einhverjir myndu telja þetta afar mikið og er nú þegar farið að bera á nafninu Zinbabwe-búlla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 13:52
ÍNN sinnir öryggishlutverki sínu
Hvar voruð þið lesendur staddir klukkan 15:43 þann 29.maí árið 2008?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2008 | 16:04
Bræður munu berjast
Ólafur F Magnússon er borgarstjóri.
Bróðir hans, Jakob Frímann Magnússon er miðborgarstjóri.
Saman ráða þeir öllu í Reykjavík.
Ekkert nema gott um það að segja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2008 | 13:14
Gamalt og gott - Live með Wilco - Verð að sjá þá á tónleikum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2008 | 13:22
Hagfræði 101
Förum yfir eitt sjokkið (af mörgum, tökum kannski fleiri dæmi síðar) sem að hefur skollið á í hagkerfinu.
Hækkun á heimsmarkaðsverði á olíu. Hvað gerist?
Skoðum samband raunlauna (W/P) þ.e Nafnlaun í krónum (W) deilt með verðlagi (P)) og atvinnuleysis.
Fyrirtæki setja verð (þar sem fákeppnis samkeppni er á þessum markaði) P=W(1+álag) og umritun gefur W/P = 1/(1+álag) og þegar að heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað þá þarf álagið að hækka því lækka raunlaunin. Við sjáum mynd þar sem W/P línan hliðrast niður vegna þess að álagið er hækkað:
Á Y-ás eru raunlaun og á X-ás er atvinnuleysi. Við þennan framboðskell með hækkandi verðlagi á Íslandi þyrftu vörubílstjórar að hækka sína álagningu og þjónustu.
Í stað þess að gera það veldur hækkun olíuverðs því að almenningur kemst ekki í flug eða er tepptur í umferð til vinnu. Forsetisráðherra er lokaður inni í kompu eða Möllerinn kemst ekki út úr húsi.
Af hverju hækka vörubílstjórar þá ekki sín verð frekar en að vera með mótmæli?
Kannski eru þeir hræddir um að missa viðskipti. Ef til vill fara menn þá að leitast við að flytja vöru með skipum þess í stað ef vörubílstjórar hækka sína þjónustu mikið. Það verður vonandi til þess að slit á vegum verður minna vegna þessara þungaflutninga. Þar með minnka útgjöld ríkisins til þessara mála og hægt verður að nota peningana í eitthvað annað en að laga vegi eftir þessa trukka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2008 | 17:52
NBA deildin - Aldrei verið jafnari!
Eftir framgöngu New Orleans Hornets síðustu 2 vikur hef ég hallast æ meir að því að þeir standi uppi sem meistara í vor. Á síðustu tveim vikum hafa þeir unnið Boston (sem eru með besta recordið), Houston (sem að tóku lengsta runnið), Lakers (sem að hafa verið heitir) og Spurs (meistararnir sjálfir).
Breiddin í Hornets er mikil. Chris Paul verðandi MVP, David West er orðinn 20+ stig og 10 fráköst að meðaltali, Peja er frábær skotmaður, Tyson Chandler er búinn að vera traustur og Bonzi Wells er X faktor. Auk þess eru þeir með nýliða sem að eru að springa út í Cargo og Wright. Aðrir X-faktorar eru Morris Peterson sá gamli skothundur og Mike James pointari.
Skemmtilegasta liðið er Golden State Warriors. Þeir geta unnið hvern sem er. Baron Davis, Monta Ellis og Stephen Jackson er allt leikmenn sem að geta klárað leiki. Don Nelson. Sóknarbolti. Flestar sóknir eru kláraðar á innan við 10 sekúndum. Þeir skora mest í deildinni, tæp 111 stig í leik en vörnin hjá þeim er ekki upp á sitt besta. Þess vegna fara þeir ekki eins langt og maður hefði vonað.
Meistararnir og mínir menn í SA Spurs eru orðnir gamlir og lúnir. Ef að þeir ná að dusta mesta ryklagið af skónum í úrslitakeppninni þá komast þeir e-ð þar áfram en ekki alla leið. Síður en svo. Vesturdeildin er orðin það skuggalega góð. Þeir gætu dottið út í 1.umferð.
Rifjum upp gamla og góða tíma með Ginobili, sem reyndar hefur verið ljósið í myrkrinu fyrir Spurs í ár :
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2008 | 13:53
DJ Premier á Gauknum - Hápunktur kvöldsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 15312
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar