Færsluflokkur: Bloggar
20.3.2008 | 23:27
Fuglaflensa og óðaverðbólga
Eitt sinn þótti það vera stöðutákn að eiga 2 bíla. En nú eru aðrir tímar. Samkvæmt neysluútgjaldakönnun Hagstofunnar voru voru fleiri en einn bíll á þriðja hverju heimili.
Andrúmsloftið í þjóðfélaginu nú minnir á þegar að fuglaflensutalið fór á sem mest flug. Menn eiga að birgja sig upp á dósamat vegna þess að minnsti fljótandi gjaldmiðill í heimi hefur veikst um rúm 30% frá áramótum. Því eru tveggja stafa verðbólgutölur handan við hornið.
Allar forsíður dagblaðanna eru um krónuna eða verðbólguna. Þeir sem að hafa tekið lán í erlendri mynt munu finna fyrir því um næstu mánaðarmót. Um síðustu áramót voru gengisbundnar skuldir heimilanna tæpir 140 milljarðar íslenskra króna. Eftir gengisfall krónunnar þá er hægt að smyrja 42 milljörðum (30% ofan á þessar 140) á reikning heimilanna. Ég er hræddur að Joe six pack þurfi að fara draga saman seglin. Mun hann gera það? Eða mun hann bæta í yfirdráttinn?
Þessir 140 plús 42 milljarðar eru að mestu hluta í bílum á götunni. 3/4 hlutar þessara lána eru í bílum, það er varla til sá bíll sem að er ekki í jenum eða frönkum hérna. Restin af þessum skuldum eða 1/4 er í erlendum húsnæðilánum. Greiðslubyrði þessara lána hefur vaxið hraðar en bestu stokkarnir síðustu 2 vikur. 100 kallinn verður að 130 kalli um næstu mánaðarmót.
Við hin sem að ekki skuldum í erlendri mynt fáum þessa gengislækkun á endanum, kannski eftir 2-4 mánuði rúllar þetta í verðlagið.
Jæja, hver ætlar að flýja land? Er lífið ekki yndislegt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2008 | 21:53
Kosningar á Spáni
Sósíalistar hrósa sigri á Spáni
Það er búið að vera virkilega ánægjulegt að fylgjast með kosningabaráttunni hérna á Spáni. Hér hafa götur verið tómar í Alicante. Spenningurinn er á heimilunum sem að krossleggja fingur yfir úrslitum kosninganna. Niðurstaðan er sú að sósíalistar hrósa sigri eftir mikla baráttu. Sigurinn var ekki sannfærandi sem bendir til ákveðinnar valdaþreytu hér í landi.
Þetta er Kristinn R. Ólafsson sem talar frá Alicante.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2008 | 15:42
Kosningar í USA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.2.2008 | 14:29
1200 kall
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 10:39
Olíuverð
<script type="text/javascript"
src="http://www.oil-price.net/TABLE2/gen.php?lang=en"></script>
<noscript> <a href="http://www.oil-price.net/dashboard.php?lang=en">To get the oil price, please enable Javascript.</a></noscript>
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 18:24
Jens Lekman
Flokkur : Músík
Nafn : Jens Lekman
Vægi : Mikið, 5 stjörnur af 5 mögulegum
Heimildaskrá :
http://youtube.com/results?search_query=jens+lekman
http://www.allmusic.com/cg/amg.dll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2008 | 21:57
Borgarmálin
Já borgarmálin. Allir voða heitir. Heitt í hamsi. Sumir skipta yfir í hitt liðið. Aðrir verða fúlir. Tala um aflokuð bakherbergi. Áður höfðu sömu menn talað um reykmettuð herbergi. Þessi menn eru greinilega með e-ð gamaldags viðhorf því nú í dag er flest vinnurými opin og bannað að reykja innandyra. Svona getur fortíðin setið í mönnum.
Allavega nafni minn Magnússon orðinn borgarstjóri. Ég tek hanskann upp fyrir hann í dag í þessum skrípamótmælum. Þessi mótmæli struku mér ansi öfugt. Ég fékk rosalegan aulahroll. Á meðan að flokkarnir eru svona margir (4-5) í borginni og nokkrir ansi litlir þá má búast við svona senu reglulega. Spurning hvort hann nafni minn endist lengur en 100 daga í stólnum.
Auðvitað eru tíð borgaraskipti slæm. Fimm borgarstjórara á fimm árum. En svona verður þetta þangað til annað hvort allaballinn eða íhaldið fær sterkan forystumann í borginni. Það hefur ekki verið mikið um þá í stóra húsinu á tjörninni. Það verður lítið um kláruð verkefni og framleiðni minnkar. Hagvöxtur borgarinnar minnkar og rekstrarkostnaður eykst. En mér er sama því ég er fluttur.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2008 | 17:04
Heilbrigðiskerfið er hrunið
Eins og flestir vita er íslenska heilbrigðiskerfið hrunið. Biðtími í aðgerðir eykst, mannekla er á spítölum landsins fer vaxandi og ævikvöld margra verður ekki upp á marga fiska. Þó ber að athuga að íslenska þjóðin er ung og því gæti þetta vandamál vaxið frekar en nokkuð annað.
Um daginn kom út ný mannfjöldaspá Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að fólk á eftirlaunaaldri, sem að nú er 11,5% af þjóðinni mun verða rúmlega 20 % af þjóðinni árið 2050. God save the queen !
Íslenska heilbrigðiskerfið sinnir ekki heilbrigðisþjónustu á viðunnandi hátt. Ég skora á fólk sem að er
illa á sig komið að athuga með hin Norðurlöndin og hvort að þar sé hægt að fá þá heilbrigðisþjónustu sem það þarfnast með mikið styttri biðtíma.
Ég hef bundið miklar vonir við hinn nýja heilbrigðisráðherra og vonast til að
hann láta taka á þessum málum sem fyrst á viðunnandi hátt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2008 | 00:25
Vísindavefurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2007 | 23:59
Jólin, nytjaföll og Smáralind
Einstaklingar rembast við að hámark sitt notagildisfall. Það gera þeir með því að hámarka neyslu og lágmarka vinnu.
Þetta má sjá í Smáralind þessa daganna. Full bílastæði. Reiknistofa bankanna liggur niðri. Biðraðir myndast og allir verða pirraðir.
Annars sá ég að Hagkaup bíður upp á heimsendingu á varningi fyrir aðeins 500 kall. Ég væri til í að borga miklu meira en það frekar en að hanga í Smáralind í þessu einkaneyslubrjálæði.
Annars getur maður kennt sjálfum sér um. Með allt niðrum sig alltaf. Og auk þess að fara í Smáralind. Næst fer ég í Fjörðinn Hafnarfirði.
Góðar stundir og njótið frísins ekki í Smáralind.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 15312
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar