1.12.2007 | 00:57
Jólaþensluneyslubrjálæði
Einkaneyslan hefur aldrei verið jafn mikil og einmitt nú þegar að stýrivextir Seðlabankans eru í hæstu hæðum. Engar hagfræðikenningar bíta á kaupglaða og bjartsýna Íslendinga.
Enda bárust fréttir af því í vikunni að Ísland væri besta land í heimi. Ísland hefur náð forystunni af Noregi á lista yfir þau ríki sem best þykir að búa í, samkvæmt þróunarstuðli sem birtist í árlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna, heimild.
Nú í vikunni opnaði risaverslun Hagkaupa í Holtagörðum. Þar er hægt að birgja sig upp af kókapuffsi á 99 kr, fyrir þá sem að eru hluti af svokallaðri kókapuffskynslóð.
Nema hvað. Jólin. Tími neyslunnar. Á sama tíma er Seðlabankastjóri að reyna að ná niður verðbólgu. Hvar er trúverðugleiki peningastefnunnar ? Ekki í Holtagörðum. Seðlabankastjóri hefur ekki tjáð sig um opnun þessarar verslunar hingað til að mér vitandi.
Hvað ætli hann gefi í jólagjafir ? Ekki vill hann valda þenslu. Sennilega gefur hann bara eitthvað heimatilbúið. Birkihríslu og músastiga.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Músastigi á er ákaflega góð hugmynd að jólagjöf.
Doddi (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.