Jólaþensluneyslubrjálæði

Einkaneyslan hefur aldrei verið jafn mikil og einmitt nú þegar að stýrivextir Seðlabankans eru í hæstu hæðum. Engar hagfræðikenningar bíta á kaupglaða og bjartsýna Íslendinga.

Enda bárust fréttir af því í vikunni að Ísland væri besta land í heimi. Ísland hefur náð forystunni af Noregi á lista yfir þau ríki sem best þykir að búa í, samkvæmt þróunarstuðli sem birtist í árlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna, heimild.

Nú í vikunni opnaði risaverslun Hagkaupa í Holtagörðum. Þar er hægt að birgja sig upp af kókapuffsi á 99 kr, fyrir þá sem að eru hluti af svokallaðri kókapuffskynslóð. 

Nema hvað. Jólin. Tími neyslunnar. Á sama tíma er Seðlabankastjóri að reyna að ná niður verðbólgu. Hvar er trúverðugleiki peningastefnunnar ? Ekki í Holtagörðum. Seðlabankastjóri hefur ekki tjáð sig um opnun þessarar verslunar hingað til að mér vitandi.

Hvað ætli hann gefi í jólagjafir ? Ekki vill hann valda þenslu. Sennilega gefur hann bara eitthvað heimatilbúið. Birkihríslu og músastiga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Músastigi á er ákaflega góð hugmynd að jólagjöf.

Doddi (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband