Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
25.4.2009 | 00:14
25.apríl - Kosningadagur
Í dag er 25.apríl. Í dag verður kosið til Alþingis. Í dag verður kosið um Evrópumál.
Þegar við Íslendingar gengum í EES árið 1994 þá innleiddum við 2/3 hluta löggjafar Evrópusambandsins. Samt erum við ekki í Evrópusambandinu en hins vegar er hávær krafa í samfélaginu um að við eigum að sækja um aðild að ESB.
Þessu má líkja við menntaskólaball. Við Íslendingar erum með í fyrirpartíinu en við erum hins vegar ekki með miða á ballið sjálft. Með því að fara inn í ESB, þá færum við á ballið.
Aftur á móti getur vel verið að hljómsveitin á ballinu sé hörmuleg eða þá að slagsmál brjótist út á ballinu. Þá er mjög líklegt að við viljum fara út af ballinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2009 | 00:56
Höldum áfram að slá ryki í augu fólks
Já, þessi kosningabarátta er bitlaus og nánast tilgangslaust að horfa á þessa Borgarafundi á rúv. Nú liggur það fyrir að halli ríkissjóðs verður 165 milljarðar í lok þessa árs. Það þarf því að skera niður í ríkisrekstri um 55 milljarða næstu þrjú árin. Ég hef ekki heyrt hvernig stjórnmálamenn ætla að ná því. Jú, bíddu eina tillagan sem að ég hef heyrt er að sameina Varnarmálastofnun og Landhelgisgæsluna og flytja Landhelgisgæsluna á Keflavíkurflugvöll. Nú veit ég ekki hvað það mun spara ríkissjóði mikið en efa að það sé 55 milljarða sparnaður.
Það besta var um daginn þegar að varaformaður VG sagðist ætla að skera niður með að lækka laun ríkisstarfsmanna og hækka skatta. Þar gerði hún heiðarlega tilraun til að segja sannleikann og kom það manni því mikið á óvart að heyra stjórnmálamann segja sannleikann. Enda er hún ung og óreynd í pólitík. Hlaut að vera.
Ástþór Magnússon hefur reyndar gert kosningabaráttuna skemmtilegri. Það er gaman að hlusta á hann og getur hann verið ansi beittur á köflum. Og reyndar ansi æstur líka en það fylgir. Ástþór hefur oft nefnt að við ættum að fá George Soros til að hjálpa okkur í efnahagsþrengingunum. Fréttamenn hafa aldrei spurt hann nánar út í hvernig Ástþór vildi útfæra það eða af hverju George Soros ætti að hafa áhuga á því? Kannski vita fréttamenn ekkert hver þessi George er. Hann er 79 ára ungverskur fjárfestir sem að er hvað þekktastur fyrir að hafa fellt breska pundið í einni stærstu stöðutöku fram að þeim tíma árið 1992 og hagnaðist um einn milljarð bandaríkjadala. Áhugaverður náungi, sjá meira á t.d. youtube.
Hættum nú að tala um pólitík og hlustum á alvöru takt í remix af Root down.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 23:08
Hinir háu herrar á Alþingi
Í gær voru samþykkt lög um breytingu á barnaverndarlögum. Þar kemur meðal annars fram að :
,,Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum."
Nú er það sem sé staðfest. Foreldrar mega ekki flengja börnin sín lengur. Ef foreldri verður uppvís af slíku á hann yfir höfði sér allt að 3 ára fangelsi.
Hvernig ætli þetta verði í raun og veru? Segjum sem svo að foreldri flengi sitt barn. Þar með fer viðkomandi foreldri í óskilorðsbundið 3ja ára fangelsi. Barnið verður sett á upptökuheimili og mun veslast þar upp eða verða að harðneskjulegum glæpamanni í framtíðinni. Er þetta það sem við viljum? Hver er vilji löggjafans í þessu máli?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2009 | 00:56
NBA - Playoffs að hefjast
1.umferð
Spá mín er :
Vestrið:
Lakers slá út Utah (5 leikir), Denver tekur New Orleans (6 leikir), Dallas vinnur því miður SA Spurs (7 leikir) og Houston slær út Portland (6 leikir)
Austrið:
Þar fer Cleveland (4 leikir) áfram í næstu umferð ásamt Boston (6 leikir), Miami (7 leikir) og Orlando (6 leikir).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.4.2009 | 19:49
Spá greiningadeildanna um hagnað fyrirtækja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2009 | 19:33
Meiri Schiff - Why the Meltdown Should Have Surprised No One
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar