Áfram árangur ekkert stopp

Ég verð að vera virkari í skrifum mínum. Ég á aðdáendahóp, hann er ekki fjölmennur. En samt. Ég er hugsjónamaður, geri þetta fyrir mitt krú.

Djúp lægð hefur verið yfir suður og vesturhluta landsins. Vegna þessa hefur verið stormur á höfuðborgarsvæðinu. Sérstaklega hefur stormurinn verið skæður í nálægð fjalla og ætti ég kannski að nefna það að fólksbíll fauk út af undir Hafnarfjalli í gærkvöldi. Ökumaður slapp nánast ómeiddur en vindhraði var 35 metrar á sekúndu þar í gær.

Bæði Björgunarsveit Reykjarnes og Björgunarsveit Vestmannaeyja voru kallaðar út í nótt vegna þess að þakplötur höfðu losnað.

Samkvæmt veðurbloggi Einars Sveinbjarnarsonar þá er áfram búist við stormi sunnan- og vestantil á landinu. Þá er bara að ná í hamarinn og negla fyrir alla glugga !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er aldrei spurning um fjölmenni, heldur gæðmenni.

Biggi Durant (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 04:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband