Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
22.12.2007 | 23:59
Jólin, nytjaföll og Smáralind
Einstaklingar rembast við að hámark sitt notagildisfall. Það gera þeir með því að hámarka neyslu og lágmarka vinnu.
Þetta má sjá í Smáralind þessa daganna. Full bílastæði. Reiknistofa bankanna liggur niðri. Biðraðir myndast og allir verða pirraðir.
Annars sá ég að Hagkaup bíður upp á heimsendingu á varningi fyrir aðeins 500 kall. Ég væri til í að borga miklu meira en það frekar en að hanga í Smáralind í þessu einkaneyslubrjálæði.
Annars getur maður kennt sjálfum sér um. Með allt niðrum sig alltaf. Og auk þess að fara í Smáralind. Næst fer ég í Fjörðinn Hafnarfirði.
Góðar stundir og njótið frísins ekki í Smáralind.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 18:58
Veðurofsi og Al Gore
Jæja ! Eru ekki allir að hugsa það sama ? Hvað Al Gore hafa mikið til síns máls í myndinni sinni ! Hlýnun jarðar.
Hann fann líka upp internetið. Maður hlýtur að taka mark á svona manni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2007 | 10:12
VAKNING : Stormur gekk yfir höfuðborgarsvæðið í nótt
Óveðrið gekk yfir Suður- og Vesturland í nótt. Vindhraðinn undir Hafnarfjalli fór upp í 64 metra á sekúndu. 12 vindstigin gömlu (fárviðri) eru 33 m/s, þannig að ljóst er að óveðrið var gríðarlegt. Enginn er þó aukafréttatími á Rúv, og ljóst er að enn einu sinni hefur Rúv brugðist öryggishlutverki sínu.
Þess í stað þarf maður að lesa um mikið tjón í Hafnarfirði, á Suðurnesjum foknar þakplötur og baráttu upp á líf og dauða í Borgarnesi.
Búist er við stormi norðautan og austantil í dag og fram á morgun. Veðurstofan gerir ráð fyrir að stormi á föstudag, þannig að núna er lognið á undan storminum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2007 | 09:34
14 dagar til jóla
Gamli góði Villi gerir alltaf piparkökuhús á meðan hann hlustar á Johnny and the Hurricanes.
Heimildir :
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2007 | 00:57
Jólaþensluneyslubrjálæði
Einkaneyslan hefur aldrei verið jafn mikil og einmitt nú þegar að stýrivextir Seðlabankans eru í hæstu hæðum. Engar hagfræðikenningar bíta á kaupglaða og bjartsýna Íslendinga.
Enda bárust fréttir af því í vikunni að Ísland væri besta land í heimi. Ísland hefur náð forystunni af Noregi á lista yfir þau ríki sem best þykir að búa í, samkvæmt þróunarstuðli sem birtist í árlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna, heimild.
Nú í vikunni opnaði risaverslun Hagkaupa í Holtagörðum. Þar er hægt að birgja sig upp af kókapuffsi á 99 kr, fyrir þá sem að eru hluti af svokallaðri kókapuffskynslóð.
Nema hvað. Jólin. Tími neyslunnar. Á sama tíma er Seðlabankastjóri að reyna að ná niður verðbólgu. Hvar er trúverðugleiki peningastefnunnar ? Ekki í Holtagörðum. Seðlabankastjóri hefur ekki tjáð sig um opnun þessarar verslunar hingað til að mér vitandi.
Hvað ætli hann gefi í jólagjafir ? Ekki vill hann valda þenslu. Sennilega gefur hann bara eitthvað heimatilbúið. Birkihríslu og músastiga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2007 | 00:41
Afskiptasemi
Nýlega gerði Seðlabankastjóri athugasemdir við neysluhegðun kaupsjúkra Íslendinga sem biðu í biðröð eftir að kaupa leikföng á tilboðum. Nokkrum dögum síðar sagði hæstvirtur forsætisráðherra að menn ættu ekki að fjárfesta í húsnæði. Eins og frægt er orðið þá hafði fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkurborgar sig í fram að taka bjórkæli úr sambandi. Enginn kaldur bjór fyrir lýðinn.
Er ekki yndislegt að búa í frjálsu landi ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2007 | 00:35
Áfram árangur ekkert stopp
Ég verð að vera virkari í skrifum mínum. Ég á aðdáendahóp, hann er ekki fjölmennur. En samt. Ég er hugsjónamaður, geri þetta fyrir mitt krú.
Djúp lægð hefur verið yfir suður og vesturhluta landsins. Vegna þessa hefur verið stormur á höfuðborgarsvæðinu. Sérstaklega hefur stormurinn verið skæður í nálægð fjalla og ætti ég kannski að nefna það að fólksbíll fauk út af undir Hafnarfjalli í gærkvöldi. Ökumaður slapp nánast ómeiddur en vindhraði var 35 metrar á sekúndu þar í gær.
Bæði Björgunarsveit Reykjarnes og Björgunarsveit Vestmannaeyja voru kallaðar út í nótt vegna þess að þakplötur höfðu losnað.
Samkvæmt veðurbloggi Einars Sveinbjarnarsonar þá er áfram búist við stormi sunnan- og vestantil á landinu. Þá er bara að ná í hamarinn og negla fyrir alla glugga !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar